Um okkur

Ölvisholt brugghús er staðsett á Grandatröð 4, Hafnarfirði. Það var stofnað árið 2007 af tveimur nágrannabændum sem höfðu sanna ástríðu fyrir bjór. 

Vegferðin

Gamalli hlöðu var breytt og endurnýtt til að hýsa litla brugghúsið og þar töfrar okkar snjalli bruggmeistari fram nokkra af bestu bjórum sem Ísland hefur framleitt. Strax í upphafi var stefnt að því að framleiða bjór af þeim gæðum sem Ísland átti ekki að venjast og koma þannig af stað hinu vinsælu örbrugghúsatrendi sem nú er áberandi á Íslandi. Vinsældir örbrugghúsanna gera það að verkum að allir í Ölvisholti halda áfram að vinna undir ströngustu gæðakröfur og frumkvöðlastarf.​

DREIFING

Þú getur fundið bjórana okkar á öllum betri börum á Íslandi og í Vínbúðinni. Ölvisholt brewery er með samstarfssamning með Innnes sem sjá um alla sölu og dreifingu á íslenskum markaði.

Bruggmeistarinn

Valgeir Valgeirsson

Nám:

BSs Lífefnafræði frá Háskóla Íslands.
Mastergráða í Brewing and Distilling frá Heriot Watt háskólanum í Edinborg.

Fyrri störf:

Starfsmaður rannsóknarstofu hjá gæðaeftirliti Ölgerðarinnnar.
Aðstoðarbruggari og átöppunarstjóri hjá William Bros Brewery í Skotlandi.
Bruggari hjá Gourmetbryggeri í Danmörku

Bruggmeistaraferill:

Fyrsti bruggmeistarinn hjá Ölvisholti 2007 til 2011.
Bruggmeistari hjá Borg Brugghúsi og Ölgerðinni 2011 til 2017.
Bruggmeistari og meðeigandi hjá RVK Bruggfélagi 2017 til 2022.
Frá vorinu 2022 verið Bruggmeistari Ölvisholts.